Gunnar Jarl dæmir í Drammen
Gunnar Jarl Jónsson mun dæma vináttulandsleik Noregs og Ungverjalands hjá U21 karla en leikið verður í Drammen, mánudaginn 13. október. Aðstoðardómarar Gunnars í leiknum verða norskir sem og varadómari leiksins.

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ þriðjudaginn 25. nóvember kl. 17:00.

Tveir íslenskir eftirlitsmenn dómara verða að störfum í undankeppni HM á þriðjudag.

Þóroddur Hjaltalín verður að störfum í vikunni sem dómaraeftirlitsmaður í undankeppni HM 2026.

KSÍ hefur ráðið Inga Rafn Ingibergsson sem starfsmann dómaramála á skrifstofu KSÍ og hefur hann störf 1. desember.

Íslenskir dómarar verða að störfum í undankeppni EM 2027 hjá U21 karla.

Þóroddur Hjaltalín verður að störfum sem dómaraeftirlitsmaður í Sambandsdeild UEFA á fimmtudagskvöld.

Helgi Mikael Jónasson og Egill Guðvarður Guðlaugsson munu dæma í undankeppni EM 2026 hjá U19 karla.

Ívar Orri Kristjánsson er dómari ársins í Bestu deild karla samkvæmt niðurstöðu úr árlegri kosningu leikmanna deildarinnar.

KSÍ og FSu, Fjölbrautaskóli Suðurlands, hafa tekið höndum saman nú á haustmánuðum og staðið fyrir áfanga í skólanum þar sem áhersla er lögð á kynningu á knattspyrnudómgæslu.

Þóroddur Hjaltalín mun taka við stöðu dómarastjóra KSÍ frá og með 1. nóvember næstkomandi.