A kvenna - Ísland stendur í stað á heimslista FIFA
Íslenska kvennalandsliðið stendur í stað á nýjum heimslista FIFA en hann var birtur í morgunsárið. Ísland er áfram í 20. sæti listans en hæst komst liðið í 15. sætið árin 2011 og 2012.
Þýskaland er áfram á toppnum en efstu 6 sætin er óbreytt frá seinasta heimslista. Ísland náði ekki góðum árangri á Algarve-mótinu í ár en það hefur ekki teljandi áhrif á stöðu okkar á listanum.



.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)





