Um 100 miðar lausir á Holland-Ísland
Uppgjöri á miðasölu KSÍ á leikinn Holland-Ísland í undankeppni EM karla 2016 er nú lokið og liggur fyrir að um 100 miðar eru eftir til sölu (ósóttar/ógreiddar pantanir, o.fl.).  Nú er því lokatækifæri fyrir áhugasama að tryggja sér miða á leikinn.  Sendið tölvupóst á midasala@ksi.is eigi síðar en kl. 16:00 föstudaginn 28. ágúst með neðangreindum upplýsingum.
- Fullt nafn
 
- Kennitala
 
- GSM númer
 
Leikurinn fer fram á Amsterdam Arena í Hollandi þann 3. september og verður í beinni útsendingu á RÚV.






.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)



