Byrjunarlið Íslands á Amsterdam Arena
Holland tekur á móti Íslandi í undankeppni EM karla 2016 á Amsterdam Arena í kvöld, fimmtudagskvöld og hefst leikurinn kl. 18:45 að íslenskum tíma. Á fjórða þúsund Íslendinga verður á leikvanginum, sem tekur tæplega 53 þúsund áhorfendur. Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV.
Byrjunarlið Íslands hefur verið opinberað og er gerð ein breyting á því frá síðasta leik í undankeppninni, sem var gegn Tékkum á Laugardalsvelli í júní. Jón Daði Böðvarsson kemur inn í liðið í stað Emils Hallfreðssonar. Þetta þýðir að Jóhann berg Guðmundsson, sem lék í fremstu víglínu á móti Tékklandi, færir sig á kantinn, og Jón Daði fer í sóknina.
| Íslenska liðið er þannig skipað: | |
| Markvörður | |
| Hannes Þór Halldórsson | |
| Hægri bakvörður | |
| Birkir Már Sævarsson | |
| Vinstri bakvörður | |
| Ari Freyr Skúlason | |
| Miðverðir | |
| Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson | |
| Miðjumenn | |
| Aron Einar Gunnarsson (fyrirliði) og Gylfi Þór Sigurðsson | |
| Hægri kantmaður | |
| Jóhann Berg Guðmundsson | |
| Vinstri kantmaður | |
| Birkir Bjarnason | |
| Framherjar | |
| Jón Daði Böðvarsson og Kolbeinn Sigþórsson | |






.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)



