A-kvenna - Hópurinn sem leikur á æfingamóti í Kína
Knattspyrnusamband Íslands hefur þekkst boð frá Knattspyrnusambandi Kína um þátttöku í fjögurra þjóða móti í Kína en leikið verður 20. – 24. október næstkomandi. Leikið verður gegn heimamönnum, Dönum og Úsbekum.
Mótið markar upphaf af undirbúningi liðsins fyrir úrslitakeppni EM sem fram fer í Hollandi næsta sumar en Danir verða einnig þar á meðal keppenda. Kína og Danmörk eru bæði þekkt stærð í knattspyrnuheiminum og eru í 13. og 20. sæti á styrkleikalista FIFA hjá konum. Minna er vitað um Úsbekistan en landslið þeirra vermdi 42. sætið á síðasta styrkleikalista.
Leikið verður í Chongquing héraði í Kína og ljóst að langt og spennandi ferðalag er framundan hjá hópnum.
Hópurinn:
| Nafn | Félag |
| Hólmfríður Magnúsdóttir | Avaldsnes |
| Fanndís Friðriksdóttir | Breiðablik |
| Hallbera Guðný Gísladóttir | Breiðablik |
| Berglind Björg Þorvaldsdóttir | Breiðablik |
| Rakel Hönnudóttir | Breiðablik |
| Svava Rós Guðmundsdóttir | Breiðablik |
| Guðbjörg Gunnarsdóttir | Djurgarden |
| Katrín Ómarsdóttir | Doncaster |
| Glódís Perla Viggósdóttir | Eskilstuna Utd |
| Anna Björk Kristjánsdóttir | KIF Örebro |
| Sif Atladóttir | Kristianstad |
| Dagný Brynjarsdóttir | Portland Thorns |
| Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir | Stabæk |
| Ásgerður St. Baldursdóttir | Stjarnan |
| Berglind Hrund Jónasdóttir | Stjarnan |
| Katrín Ásbjörnsdóttir | Stjarnan |
| Sandra Sigurðardóttir | Valur |
| Margrét Lára Viðarsdóttir | Valur |
| Elísa Viðarsdóttir | Valur |
| Dóra María Lárusdóttir | Valur |
| Sara Björk Gunnarsdóttir | Wolfsburg |
| Sandra María Jessen | Þór/KA |
.jpg?proc=760)


.jpg?proc=760)



.jpg?proc=760)