EM 2017 - Forseti Íslands heimsótti stelpurnar í dag
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heimsótti stelpurnar okkar á hótelið eftir æfingu og snæddi með þeim hádegisverð.
Guðni spjallaði um leikinn í gær og mikilvægi þess að horfa fram á veginn en ekki festast í baksýnisspeglinum.
Létt var yfir forsetanum sem snæddi þorsk og kalkún með stelpunum okkar sem voru hæstánægðar með heimsóknina.
Hér má sjá fleiri myndir á Facebook síðu KSÍ




.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)




