A karla - Hópurinn sem mætir Tyrklandi og Kósóvó
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem mætir Tyrklandi og Kósóvó í undankeppni HM 2018. Leikurinn gegn Tyrkjum fer fram í Eskisehir föstudaginn 6. október og hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma en leikurinn gegn Kósóvó verður á Laugardalsvelli mánudaginn 9. október kl. 18:45.
Uppselt er á leik Íslands og Kósóvó en, líkt og í undanförnum leikjum verður stuðningsmannasvæði á bílastæðinu fyrir framan Laugardalsvöll. Á svæðinu verða leiktæki fyrir börn og mun leikurinn sjálfur verða sýndur á risaskjá sem settur verður upp á svæðinu. Nánari upplýsingar um fyrirkomulagið á þessu verður kynnt á næstu dögum.
Hópurinn sem mætir Tyrklandi og Kósóvó er skipaður eftirtöldum leikmönnum.
| Sóknarmenn | L | M | Félag |
| Alfreð Finnbogason | 43 | 11 | FC Augsburg |
| Jón Daði Böðvarsson | 34 | 2 | Reading FC |
| Viðar Örn Kjartansson | 14 | 1 | Maccabi Tel-Aviv FC |
| Björn Bergmann Sigurðarson | 9 | 1 | Molde FK |
| Miðjumenn | |||
| Aron Einar Gunnarsson | 72 | 2 | Cardiff City FC |
| Birkir Bjarnason | 60 | 8 | Aston Villa FC |
| Emil Hallfreðsson | 60 | 1 | Udinese Calcio |
| Jóhann Berg Guðmundsson | 60 | 5 | Burnley FC |
| Gylfi Þór Sigurðsson | 52 | 17 | Everton FC |
| Rúrik Gíslason | 41 | 3 | 1.FC Nürnberg |
| Ólafur Ingi Skúlason | 29 | 1 | Kardemir Karabükspor |
| Arnór Smárason | 22 | 2 | Hammarby IF |
| Arnóri Ingvi Traustason | 13 | 5 | AEK |
| Rúnar Már Sigurjónsson | 12 | 1 | Grasshopper Club |
| Varnarmenn | |||
| Birkir Már Sævarsson | 74 | 1 | Hammarby IF |
| Ragnar Sigurðsson | 71 | 3 | Rubin Kazan FC |
| Kári Árnason | 61 | 3 | Aberdeen FC |
| Ari Freyr Skúlason | 49 | KSC Lokeren | |
| Sverrir Ingi Ingason | 12 | 3 | Rostov FC |
| Hörður Björgvin Magnússon | 12 | 2 | Bristol City FC |
| Jón Guðni Fjóluson | 10 | IFK Norrkoping | |
| Hjörtur Hermannsson | 3 | Brøndby IF | |
| Markmenn | |||
| Hannes Þór Halldórsson | 46 | Randers FC | |
| Ögmundur Kristinsson | 14 | SBV Excelsior | |
| Rúnar Alex Rúnarsson | 0 | FC Nordsjæland |





.jpg?proc=760)


.jpg?proc=760)
