Arnar Þór Viðarsson ráðinn yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ
KSÍ hefur gengið frá ráðningu Arnars Þórs Viðarssonar í starf yfirmanns knattspyrnusviðs og hefur hann þegar hafið störf á skrifstofu KSÍ.
Arnar Þór er knattspyrnuáhugafólki að góðu kunnur, en hann á að baki 52 A-landsleiki, auk fjölmargra leikja fyrir yngri landslið Íslands. Hann lék sem atvinnumaður í Belgíu og Hollandi frá árinu 1997 til 2014 og starfaði frá því ári sem þjálfari hjá Cercle Brügge og Lokeren í Belgíu.
Í janúar á þessu ári var Arnar Þór, sem er með UEFA Pro þjálfararéttindi frá belgíska knattspyrnusambandinu, ráðinn þjálfari U21 landsliðs karla, og mun hann gegna því starfi áfram ásamt starfi yfirmanns knattspyrnumála.
.jpg?proc=1152)