FC Sækó æfði á Laugardalsvelli
Knattspyrnufélagið FC Sækó hefur frá árinu 2011 boðið upp á knattspyrnu fyrir fólk með geðraskanir, gefið þeim tækifæri til að iðka knattspyrnu og að draga úr fordómum. FC Sækó er skipað notendum geð- og velferðarkerfis Reykjavíkurborgar og Landspítalans, starfsmönnum þess og öðrum sem áhuga hafa á að styðja við verkefnið. Árið 2018 fékk FC Sækó gullverðlaun UEFA í flokki Grasrótarverkefni ársins og varð þar með fyrsta verkefnið á Íslandi til að hljóta þann heiður. Á ársþingi KSÍ í febrúar á þessu ári hlaut FC Sækó grasrótarverðlaun KSÍ.
Sumarið 2019 munu leikmenn FC Sækó og leikmenn frá Öspinni æfa einu sinni í mánuði á Laugardalsvelli undir handleiðslu þjálfara frá KSÍ. Fyrsta Laugardalsvallar-æfingin var haldin mánudaginn 20. maí síðastliðinn, þar sem Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ og þjálfari U21 landsliðs karla, stjórnaði æfingunni, ásamt aðstoðarþjálfara U21 landsliðsins, Eiði Smára Guðjohnsen.
.jpg?proc=1152)
.jpg?proc=1152)








.jpg?proc=760)