• þri. 15. des. 2020
  • Landslið
  • A karla

Ísland mætir Færeyjum 4. júní 2021

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ísland mætir Færeyjum 4. júní 2021 í fyrsta opinbera leiknum á Þórsvelli í Færeyjum eftir endurbætur.

Þegar endurbótum er lokið mun völlurinn geta tekið við 5000 manns í sæti, en það er um 10% af íbúafjölda Færeyja.

Leikurinn hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma.

Ísland og Færeyjar hafa mæst 25 sinnum. Ísland hefur unnið 23 leiki, Færeyjar einn og einn hefur endað með jafntefli. Ísland hefur skorað 72 mörk í leikjunum 25, en Færeyjar 13. Liðin mættust síðast 14. ágúst 2013 á Laugardalsvelli og endaði sá leikur með 1-0 sigri Íslands. Kolbeinn Sigþórsson skoraði mark Íslands í þeim leik.