Málþing um fótbolta
Ársþing KSÍ verður haldið laugardaginn 26. febrúar næstkomandi að Ásvöllum í Hafnarfirði. Degi fyrr, föstudaginn 25. febrúar, býður KSÍ til sérstaks málþings í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal. Á málþinginu verða þær tillögur sem liggja fyrir ársþingi KSÍ kynntar og ræddar og síðan munu Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ, Grétar Rafn Steinsson tæknilegur ráðgjafi KSÍ og Arnar Þór Viðarsson yfirmaður knattspyrnusviðs flytja erindi um mikilvægi fótboltans fyrir samfélagið, tengsl grasrótar og afreksstarfs, og framtíðina í knattspyrnustarfinu.
Nánari upplýsingar um málþingið, dagskrá og fleira ásamt skráningarhlekk, má sjá hér að neðan. Að loknu málþingi býður KSÍ þátttakendum upp á léttar veitingar.
Dagskrá málþings 
Föstudagur 25. febrúar
17:00-17:05 
Setning málþings 
Umsjón:  Ingi Sigurðsson 
17:05-18:00       
Kynning á tillögum og umræður. 
Tillögur sem liggja fyrir ársþingi KSÍ kynntar og ræddar 
18:00-19:00 
„Hvar vorum við, hvar erum við og hvert er ferðinni heitið?“
a) 
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ.  
Mikilvægi fótboltans og uppeldisleg gildi 
b) 
Grétar Rafn Steinsson,tæknilegur ráðgjafi KSÍ  
Litið til framtíðar og tenging KSÍ við félögin 
c)  
Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnusviðs 
Grasrót og afrek hönd í hönd 


.jpg?proc=760)







