Höskuldur inn fyrir Alfons
Alfons Sampsted á við meiðsli að stríða og getur ekki verið með A landsliði karla í komandi leikjum – vináttuleik gegn Venesúela í Austurríki á fimmtudag og Þjóðadeildarleik gegn Albaníu í Tirana 27. september. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska liðsins, hefur kallað Höskuld Gunnlaugsson úr Breiðabliki í hópinn og kemur hann til móts við liðið á mánudag.
Höskuldur hefur leikið 5 A-landsleiki fyrir Íslands hönd, allt vináttuleiki, og þar af fjóra á þessu ári.
.jpg?proc=1152)

.jpg?proc=760)
.jpg?proc=760)






