16 þjálfarar útskrifast með KSÍ BU þjálfararéttindi
Mynd - Hluti KSÍ BU útskriftahópsins ásamt leiðbeinendum á námskeiðinu.
Fræðsludeild KSÍ útskrifaði 16 þjálfara með KSÍ BU þjálfararéttindi (KSÍ Barna- og Unglingaþjálfun/UEFA Youth B), þriðjudaginn 4. júní. Útskriftin fór fram fyrir leik A landsliðs kvenna, Ísland - Austurríki, en þjálfurunum var boðið á leikinn.
Þetta er fyrsti hópurinn til að sitja KSÍ BU námskeiðið, en viðfangsefni var þjálfun 11-14 ára leikmanna (5. flokkur og 4. flokkur). Á námskeiðinu var m.a. fjallað um áætlanagerð, líkamlega þjálfun, þjálfun úti á velli og einnig fengu þátttakendur fyrirlestra frá brasilíska félaginu Fluminense og danska félaginu Lyngby um hvernig þessi félög vinna með 11-14 ára leikmenn.
Eftirfarandi þátttakendur voru á námskeiðinu:
|
Caroline Van Slambrouck |
|
Gísli Freyr Brynjarsson |
|
Guðjón Gunnarsson |
|
Guðni Snær Emilsson |
|
Gunnar Fannberg Jónasson |
|
Gylfi Tryggvason |
|
Hörður Bjarnar Hallmarsson |
|
Ingólfur Orri Gústafsson |
|
Kjartan Stefánsson |
|
Kristinn Sverrisson |
|
Pétur Róbert Macilroy |
|
Somchai Yuangthong |
|
Steinar Logi Rúnarsson |
|
Sævar Halldórsson |
|
Trausti Rafn Björnsson |
|
Þórarinn Böðvar Þórarinsson |









