Ísland áfram í 70. sæti
A landslið karla stendur í stað á nýútgefnum styrkleikalista FIFA, er áfram í 70. sæti. Ef litið er til Evrópu eingöngu eru næstu lönd fyrir ofan Ísland Finnland og Georgía, og næstu lönd fyrir neðan Ísland Norður-Írland og Svartfjallaland.
Heimsmeistarar Argentínu eru sem fyrr á toppnum, Þýskaland kemst inn á topp 10 á kostnað Kólumbíu. Hástökkvarar mánaðarins eru lið Níger sem hækkar sig um níu sæti upp í sæti númer 122.
Mótherjar Íslands í komandi Þjóðadeildar-umspili í mars, Kósovó, eru í 99. sæti, fara upp um tvö og hafa aldrei verið ofar.


.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)






.jpg?proc=760)
.jpg?proc=760)