Góður sigur U16 karla á Sviss
U16 karla vann 2-0 sigur gegn Sviss í fyrsta leik sínum á UEFA Development Tournament í Svíþjóð.
Birkir Þorsteinsson og Aron Daði Svavarsson skoruðu mörk Íslands.
Ísland mætir næst Svíþjóð á sunnudag kl. 16:30 og verður sá leikur í beinni útsendingu á síðu KSÍ í Sjónvarpi Símans. Svíþjóð tapaði 0-3 gegn Tékklandi í fyrsta leik sínum á mótinu.