• þri. 06. maí 2025
  • Landslið
  • U16 karla

U16 karla mætir Tékklandi á miðvikudag

U16 karla mætir Tékklandi á miðvikudag í síðasta leik sínum á UEFA Development Tournament.

Ísland vann 2-0 sigur gegn Sviss í fyrsta leik sínum, en tapaði svo 0-5 gegn Svíþjóð. Tékkland hefur unnið báða leikina sína til þessa. Fyrsta vann liðið 3-0 sigur á Svíþjóð og svo 3-1 sigur gegn Sviss.

Leikurinn á miðvikudag hefst kl. 10:00 að íslenskum tíma.