• fös. 09. maí 2025
  • Fræðsla

Húsfyllir á málþingi um veðmál

Húsfyllir var á málþinginu “Veðmál, íþróttir og samfélagið – hvert stefnum við?”, sem haldið var í höfuðstöðvum KSÍ á miðvikudag.  Það voru ÍSÍ, UMFÍ, ÍBR og KSÍ sem buðu til málþingsins, sem var sérstaklega ætlað íþróttahreyfingunni á Íslandi og voru fulltrúar íþróttafélaga, stjórnarmenn, þjálfarar, leikmenn, dómarar, sjálfboðaliðar og aðrir áhugasamir hvattir til að mæta (eða fylgjast með í streymi) og kynna sér þetta mikilvæga mál.

Á málþinginu var fjallað um ýmislegt tengt veðmálum og áhrifum þeirra á íþróttahreyfinguna og samfélagið, m.a. um erlendar veðmálasíður sem verða sífellt fyrirferðarmeiri, um ábyrga spilun, um spilavanda og spilafíkn, hagræðingu úrslita, fræðslu til leikmanna, forvarnir og fleira.  Fjölmargar kynningar voru á málþinginu þar sem viðfangsefnið var nálgast frá ýmsum hliðum. Kristjana Arnarsdóttir verkefnastjóri kynningarmála hjá ÍSÍ stýrði málþinginu og Ingvar Sverrisson formaður ÍBR fór með lokaorð.

Dagskráin:

Daníel Þór Ólason, prófessor við Háskóla Íslands
Veðmálavæðing íþrótta: Aðeins smá krydd í tilveruna eða hvað?

Bolli Steinn Huginsson, ráðgjafi í samskipta- og markaðsmálum
Ég lagði bara 20 inn en á 50! – Markaðssetning og veðmál

Sveinbjörn Snorri Grétarsson, forstöðumaður greiðslukortaviðskipta Íslandsbanka
Veðmál, börn og greiðslukort

Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir, sálfræðingur
Spilavandi og spilafíkn: Einkenni, afleiðingar og áhættuþættir

Einar Njálsson, markaðsstjóri Íslenskra getrauna
Ábyrg spilun

Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Anti-Doping Iceland
Hagræðing úrslita - Hlutverk Anti-Doping Iceland í fræðslu og forvörnum

Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF
Veðmálafræðsla fyrir leikmenn

Hörður Axel Vilhjálmsson, körfuboltamaður
Frá sjónarhóli íþróttamanns

Smellið hér til að horfa á upptöku af viðburðinum