• mán. 12. maí 2025
  • Mótamál
  • Mjólkurbikarinn

Mjólkurbikarinn í vikunni

Í vikunni fara fram fjölmargir leikir í Mjólkurbikarnum.  Fimm leikir í 16-liða úrslitum kvenna fara fram í kvöld, mánudagskvöld, en þrír leikir fóru fram um liðna helgi og eru KR, Breiðablik og ÍBV komin áfram í 8-liða úrslit.  Allir átta leikirnir í 16-liða úrslitum karla fara fram í vikunni og er leikið þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag.

Dregið verður í 8-liða úrslit kvenna og karla í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu föstudaginn 16. maí.

Mjólkurbikar kvenna

Mjólkurbikar karla