• mið. 14. maí 2025
  • Fræðsla

KSÍ A 2 - Umsóknarferli

Næsta vetur mun Knattspyrnusamband Íslands halda KSÍ A 2 þjálfaranámskeið.

Þjálfarar sem sækja um inngöngu á KSÍ A 2 þjálfaranámskeið þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

-Hafa gilda KSÍ B þjálfaragráðu.
-Þjálfa í a.m.k. eitt ár í 3. flokki eða eldri eftir að hafa útskrifast með KSÍ B þjálfararéttindi (þjálfarar sem útskrifuðust með KSÍ B þjálfararéttindi vorið 2025, geta ekki sótt um á A 2 fyrr en vorið 2026)
-Skulu vera aðalþjálfarar í 3. flokki eða aðalþjálfarar/aðstoðarþjálfarar í 2. flokki eða meistaraflokki á meðan náminu stendur.

Umsækjendur sem uppfylla skilyrðin hér að ofan og hafa leikið a.m.k. 10 A-landsleiki, fá sjálfkrafa sæti á KSÍ A 2 þjálfaranámskeiðinu.

Útlistun á umsóknarferli og uppbygging námskeiðsins í grófum dráttum er sem hér segir:

1. Allir þjálfarar sem sækja um þurfa að taka KSÍ A þjálfaraskólann (viðhengi). Þjálfarar þurfa að ljúka Þjálfaraskólanum í síðasta lagi 13. ágúst. Þjálfaraskóli KSÍ kostar 45.000 kr.
2. Þeir þjálfarar sem hafa tekið KSÍ A þjálfaraskólann áður, þurfa ekki að gera það aftur. En það er valfrjálst. Allir sem sækja um í fyrsta sinn þurfa hins vegar að taka KSÍ A þjálfaraskólann.
3. Umsækjendur þurfa jafnframt að hafa lokið KSÍ A 1 (áður KSÍ V) þjálfaranámskeiði. Hins vegar verða þeir umsækjendur sem eiga eftir að taka KSÍ A 1 námskeið að sitja það í haust, en námskeiðið fer fram 11.-12. október. Þeir þjálfarar þurfa samt sem áður að skila inn umsókn fyrir tiltekin tíma og taka Þjálfaraskólann.
4. Umsóknarfrestur er til þriðjudagsins 20. ágúst. Reiknað er með að fleiri þjálfarar sæki um námskeiðið en hægt er að taka inn. Umsækjendur þurfa því að fylla út umsóknareyðublað (viðhengi). Valið er inn eftir stigalista sem tekur mið að reynslu í þjálfun, leikmanna reynslu sem og menntun.

KSÍ A 2 þjálfaranámskeiðið er hluti af KSÍ A þjálfaragráðunni. Taflan sýnir dagskrá KSÍ A þjálfaragráðunnar 2025-2026.

Í viðhengi er umsóknareyðublað að KSÍ A 2 þjálfaranámskeiðinu sem og upplýsingar um Þjálfaraskóla KSÍ.

Þjálfarar sem þurfa að vera með KSÍ A þjálfaragráðu, samkvæmt reglugerð KSÍ um menntun knattspyrnuþjálfara, eru:

- Aðstoðarþjálfarar í efstu deild karla og kvenna
- Aðalþjálfarar í 1. deild karla og kvenna og 2. deild karla

KSÍ vekur athygli á því að síðasti dagur til að skila inn umsókninni er 20. ágúst næstkomandi, en auðvitað má skila umsóknum fyrr. Ljúka þarf KSÍ A þjálfaraskólanum í síðasta lagi 13. ágúst.

Á námskeiðinu er 100% mætingarskylda og það er bæði bóklegt og verklegt. Þátttakendur gætu þurft að taka þátt í verklegum tímum. Á námskeiðinu kenna kennarar frá KSÍ og erlendir fyrirlesarar. Hluti námskeiðsins fer fram á ensku.

Allar nánari upplýsingar um námskeiðið veita Dagur Sveinn Dagbjartsson í dagur@ksi.is og Arnar Bill Gunnarsson í arnarbill@ksi.is