Miðar á leiki A karla í júní
Ísland mætir N-Írlandi og Skotlandi í júní og þeir sem hafa áhuga á miðum á leikinn þurfa að sækja um þá hjá KSÍ.
Ísland mætir Skotlandi á Hampden Park föstudaginn 6. júní og N-Írlandi á Windsor Park þriðjudaginn 10. júní. Báðir leikirnir hefjast kl. 19:45 að staðartíma.