• mán. 19. maí 2025
  • Fræðsla

Norræna knattspyrnuráðstefnan - Hægt að greiða við inngang

KSÍ minnir á Norrænu knattspyrnuráðstefnuna 2025 sem fram fer í Háskóla Reykjavíkur 21.-22. maí næstkomandi. Áhugasamir geta nú mætt óskráðir og greitt þátttökugjaldið við innganginn.  Á ráðstefnunni, sem ber nafnið Nordic Football Research Conference 2025 og er samstarfsverkefni KSÍ, HR og knattspyrnusambanda Norðurlandanna, koma saman sérfræðingar á sviði þjálfunar, frammistöðu, greininga og sálfræði fyrir knattspyrnu. Markmiðið er að hjálpa knattspyrnusamböndum, félögum og þjálfurum að ná árangri á vellinum með hagnýtingu þessara fræða.

Upplýsingar um ráðstefnuna

KSÍ minnir einnig á sérstakan viðburð með Andriy Shevchenko sem er opinn þátttakendum á ráðstefnunni.  Viðburðurinn verður haldinn í höfuðstöðvum KSÍ 20. maí.  Shevchenko er fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari Úkraínu, og núverandi formaður knattspyrnusambands Úkraínu.

Upplýsingar um viðburðinn