Súpufundur: Eykur meðvitund styrkleika jákvæða menningu?
Miðvikudaginn 28. maí kl. 12:00-13:00 fer fram súpufundur á 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli. Nafnið á fyrirlestrinum er "Eykur meðvitund styrkleika jákvæða menningu?"
Fyrirlesarar eru Birna Kristín Jónsdóttir og Soffía Ámundadóttir en viðfangsefnið er lokaverkefni þeirra jákvæðri sálfræði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.
Aðgangur er ókeypis og súpa í boði fyrir þau sem mæta.
Fyrirlesturinn veitir öllum þjálfurum sem eru með KSÍ/UEFA þjálfaragráður 2 endurmenntunarstig ef þeir eru viðstaddir. Jafnframt verður fyrirlesturinn tekinn upp og hægt er að fá hann sendan að honum loknum. Möguleiki er að fá 2 endurmenntunarstig ef fólk horfir á fyrirlesturinn og svarar tveimur léttum spurningum úr fyrirlestrinum í tölvupósti á arnarbill@ksi.is.
Skráning á súpufundinn er hér, bæði fyrir þau sem mæta og þau sem vilja fá fyrirlesturinn sendan.