Breiðablik hefur leik í forkeppni Meistaradeildarinnar á þriðjudag
Breiðablik mætir Egnatia frá Albaníu á þriðjudag í forkeppni Meistaradeildarinnar.
Leikurinn á þriðjudag fer fram á Elbasan Arena og hefst hann kl. 19:00 að íslenskum tíma.
Seinni leikur liðanna fer fram á Kópavogsvelli viku síðar og hefst hann kl. 18:00.