• mið. 09. júl. 2025
  • Dómaramál

Undirbúningsfundur FIFA dómara

KSÍ hélt á dögunum fund FIFA dómara í höfuðstöðvum KSÍ þar sem hópurinn undirbjó sig fyrir nýtt keppnistímabil hjá UEFA sem hefst nú með forkeppni Sambandsdeildar, Evrópudeildar og Meistaradeildar.

Hópurinn æfði saman á félagssvæði Þróttar ásamt því að borða saman og hlýða á erindi frá dómaraþjálfurum KSÍ, þeim Gunnari Jarli Jónssyni og Frosta Viðari Gunnarssyni. Framundan eru stór verkefni hjá íslenskum dómurum á erlendum vettvangi sem skipta þá og íslenska knattspyrnu miklu máli.