• mið. 16. júl. 2025
  • Dómaramál

Íslenskir dómaraeftirlitsmenn að störfum í vikunni

Íslenskir dómaraeftirlitsmenn verða að störfum á leikjum í UEFA-mótum félagsliða karla á fimmtudag í þessari viku.

Gunnar Jarl Jónsson verður dómaraeftirlitsmaður á viðureign Cliftonville FC frá Norður-Írlandi og St. Joseph´s FC frá Gíbraltar í Sambandsdeild UEFA.  Liðin mætast á Solitude Stadium í Belfast og jafnt er 2-2 eftir fyrri viðureignina.  

Egill Már Markússon verður dómaraeftirlitsmaður í Evrópudeildinni þar sem mætast finnska liðið Ilves og úkraínska liðið Shakhtar Donetsk.  Leikurinn fer fram í Tampere í Finnlandi, á Tammelan Stadium.  Shakhtar leiðir með 6 mörkum eftir fyrri leikinn.