• mið. 16. júl. 2025
  • Dómaramál

Íslenskir dómarar í Sambandsdeildinni

Íslenskir dómarar munu dæma leik HJK frá Finnlandi og NSÍ Rúnavík frá Færeyjum í Sambandsdeildinni.

Helgi Mikael Jónasson verður aðaldómari leiksins og honum til aðstoðar verða þeir Egill Guðvarður Guðlaugsson og Eysteinn Hrafnkelsson. Fjórði dómari verður Jóhann Ingi Jónsson.

Leikurinn fer fram fimmtudaginn 17. júlí í Helsinki í Finnlandi.