• fim. 17. júl. 2025
  • Mótamál

Átta liða úrslitin klár

Sextán liða úrslitum bikarkeppni neðrideildarliða karla, Fótbolti.net bikarnum, lauk í vikunni og dregið var í 8-liða úrslit í höfuðstöðvum KSÍ í dag, fimmtudag.

Leikirnir í 8-liða úrslitum:

  • Tindastóll - KFG
  • KFA - Víkingur Ó.
  • Kormákur/Hvöt - Ýmir
  • Höttur/Huginn - Grótta

Leikdagur 8-liða úrslitanna er þriðjudagurinn 5. ágúst.  Við þetta má bæta að undanúrslit keppninnar verða leikin 20. september og úrslitaleikurinn sjálfur verður svo á Laugardalsvelli föstudagskvöldið 26. september.

Fótbolti.net bikarinn