
Metsigur Víkinga
Víkingur R. vann átta marka sigur á andstæðingum sínum í Sambandsdeildinni í Víkinni á fimmtudag og setti þar með nýtt met - þetta er stærsti sigur íslensks félagsliðs í Evrópukeppni frá upphafi.
Það var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi í Viðureign Víkinga og Malisheva frá Kósovó. Víkingur leiddi með fimm mörkum í hálfleik og áður en yfir lauk voru mörkin orðin átta. Algjörir yfirburðir og mótherjarnir gjörsigraðir.