Námskeið fyrir öryggisstjóra félaga
KSÍ í samstarfi við UEFA stendur fyrir námskeiði fyrir öryggisstjóra félaga og verður námskeiðið haldið í húsakynnum KSÍ í Laugardal fimmtudaginn 7. ágúst næstkomandi. Námskeiðið er ætlað lögreglumönnum en fyrst og fremst (núverandi og/eða verðandi) öryggisstjórum aðildarfélaga KSÍ.
Samkvæmt leyfiskerfi KSÍ ber félögum í efstu deild karla að skipa sérstakan öryggisstjóra sem ber ábyrgð á öryggis- og eftirlitsmálum á heimaleikjum félaganna.
Markmið námskeiðsins eru:
- Að tryggja að öryggisstjórar hafi viðeigandi þekkingu á málaflokknum
- Að auka fjölda hæfra öryggisstjóra meðal félaganna
- Að styðja við öryggismál, einnig hjá félögum utan leyfiskerfisins
Áhersla er lögð á að miðla þekkingu sem nýtist við íslenskar aðstæður, bæði hvað varðar fjölda áhorfenda og aðbúnað á leikvöngum.
Aðilar frá UEFA munu halda námskeiðið í samstarfi við KSÍ. Með námskeiðinu vill KSÍ auka fræðslu og þekkingu þeirra sem starfa hjá íþróttafélögunum og stuðla að bættu öryggi áhorfenda og annarra þátttakenda, leikmanna og starfsmanna liða, og allra þeirra sem koma að knattspyrnuleikjum á Íslandi.
Námskeiðið er sérstaklega ætlað öllum félögum í efstu tveimur deildum karla og kvenna, en er opið fulltrúum allra félaga. Félög eru hvött til að senda sína fulltrúa á námskeiðið og er velkomið að senda fleiri en einn fulltrúa.
Mikilvægt er að félög sem eru innan leyfiskerfis KSÍ sendi fulltrúa frá sínu félagi.
Allir sem ljúka námskeiðinu fá vottun frá KSÍ og UEFA sem staðfestir að viðkomandi hafi lokið formlegu öryggisstjóranámi. Athugið að öll kennsla/fræðsla fer fram á ensku. Kennarar koma allir frá UEFA.
Dagskrá:
UEFA Police and Joint Training Program
7 August 2025 – Joint Training
- 0900 – 1030 Welcome & Module 1: Safety, Security and Service
- 1030 – 1100 Coffee break
- 1100 – 1230 Module 2: Crowd Safety Management
- 1230 – 1330 Lunch
- 1330 – 1500 Module 3: Policing Football
- 1500 – 1530 Coffee break
- 1530 – 1700 Module 4: Group Exercise and Closing
KSÍ býður uppá hressingu í kaffipásum og léttan hádegisverð.