Námskeið fyrir öryggisverði og gæslufólk á Laugardalsvelli
KSÍ í samstarfi við UEFA stendur fyrir námskeiði fyrir öryggisverði og gæslufólk sem starfar eða hefur áhuga á að starfa á viðburðum á Laugardalsvelli.
Námskeiðið, sem verður haldið í húsakynnum KSÍ í Laugardal miðvikudaginn 6. ágúst, er haldið fyrir alla þá sem koma að öryggisgæslu á Laugardalsvelli í dag og ekki síður fyrir einstaklinga sem vilja koma að þeirri gæslu í framtíðinni.
Hugmynd KSÍ er sú að aðildarfélög taki að sér hluta af gæslu á viðburðum á Laugardalsvelli í framhaldinu - gegn greiðslu til viðkomandi félags. Þannig eru aðildarfélög KSÍ hvött til að senda sína fulltrúa á þetta námskeið.
Þeir fulltrúar félaganna sem sækja námskeiðið myndu þá taka að sér að útvega ákveðinn fjölda starfsmanna á leiki á Laugardalsvelli. Störfin sem eru í boði í dag eru t.d. að manna sjúkrabörur, innganga/uppganga, sætavísun, skanna aðgöngumiða og ýmislegt annað sem fellur til. KSÍ mun síðan greiða viðkomandi félögum ákveðna upphæð fyrir gæslu hvers starfsmanns pr. leik.
Allir sem ljúka námskeiðinu fá vottun frá KSÍ og UEFA með staðfestingu á viðkomandi hafi lokið náminu. Athugið að öll kennsla/fræðsla fer fram á ensku. Kennarar koma allir frá UEFA.
Dagskrá:
UEFA Stewards & Joint Training Program
6 August 2025 – Steward training
- 0900 – 1030 Welcome & Module 1 - LLAAR
- 1030 – 1100 Coffee break
- 1100 – 1230 Module 3 – Entry procedures
- 1230 – 1330 Lunch
- 1330 – 1500 Module 4 – Crowd dynamics
- 1500 – 1530 Coffee break
- 1530 – 1700 Module 13 – Egress and evacuation & Closing
KSÍ býður uppá hressingu í kaffipásum og léttan hádegisverð