• mán. 21. júl. 2025
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Dregið í næstu umferð

Dregið hefur verið í þriðju umferð Evrópukeppna félagsliða karla og því vita íslensku liðin þú þegar hverjir verða mögulegir mótherjar þeirra.

Ef Breiðablik slær pólska liðið Lech Poznan út í forkeppni Meistaradeildarinnar verður næsti mótherji annað hvort Lincoln Red Imps frá Gíbraltar eða serbneska stórliðið Rauða Stjarnan.  Tapliðið úr viðureign Breiðabliks og Lech Poznan færist í forkeppni Evrópudeildarinnar og mætir þar annað hvort Slovan Bratislava (Slóvakía) eða Zrinjski (Bosnía-Hersegóvína).

Í forkeppni Sambandsdeildarinnar eru þrjú íslensk lið - KA, Valur og Víkingur R.  Ef Víkingar slá úr albanska liðið Vllaznia þá mæta þeir annað hvort danska liðinu Bröndby eða færeyska liðinu HB í næstu umferð.  Er KA hefur betur gegn danska liðinu Silkeborg er næstu mótherji liðsins Novi Pazar frá Serbíu eða Jagiellonia frá Póllandi.  Ef Valsmenn leggja litháíska liðið Zalgiris bíður þeirra viðureign við annað hvort búlgarska liðið Arda eða finnska liðið HJK frá Helsinki.