• mán. 21. júl. 2025
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Íslensku liðin í Evrópukeppni í vikunni

Íslensk félagslið verða í eldlínunni í Evrópukeppnum karla í vikunni.  Leikið er á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag. Um er að ræða fyrri viðureignir liðanna, öll leika þau á útivelli í vikunni, og öll mæta þau sömu andstæðingum á heimavelli að viku liðinni.

Breiðablik mætir pólska liðinu Lech Poznan ytra á þriðjudag í forkeppni Meistaradeildarinnar.  Á miðvikudag er komið að KA-mönnum sem mæta danska liðinu Silkeborg í Sambandsdeildinni í Danmörku. Loks eru tveir leikir á fimmtudag, einnig í Sambandsdeildinni.  Þá leika Víkingar við Vllaznia í Shkoder, Albaníu, og Valsmenn við Zalgiris í Kaunas, Litháen.