• fim. 24. júl. 2025
  • Fræðsla

Endurmenntun - Netfyrirlestrar - 25% afsláttur

KSÍ og International Soccer Science and Performance Federation (ISSPF) eru í samstarfi er varðar þjálfaramenntun.  Samstarfið felur í sér að þjálfarar sem klára námskeið á vegum ISSPF geta fengið þau metin sem endurmenntun á KSÍ/UEFA þjálfararéttindunum sínum.

Dagana 24.-31. Júlí 2025 er 25% afláttur af öllum námskeiðum ISSPF. Hægt er að virkja afsláttinn með kóðanum CWC25.

Á vef ISSPF (www.isspf.com) má finna margskonar (rafræn) þjálfaranámskeið. Þjálfarar sem ljúka námskeiðum þar fá diplomu sem þeir geta áframsent á KSÍ.

Námskeiðin gefa allt frá 7 til 25 endurmenntunarstig og fjölbreytt viðfangsefni eru í boði - m.a. næring, sálfræði, styrktar- og úthaldsþjálfun, markmannsþjálfun, fyrirbyggja meiðsli. Á síðunni má einnig finna fjölda greina um knattspyrnuþjálfun.

Á vef KSÍ er yfirlit yfir námskeiðin sem eru í boði, og hvaða námskeið gefa endurmenntun á mismunandi þjálfaragráður (skoða nánar).