• fim. 24. júl. 2025
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Jafnt í Silkeborg

Mjólkurbikarmeistarar KA gerðu 1-1 jafntefli við Silkeborg í fyrri viðureign liðanna í Sambandsdeild UEFA, en leikið var í Danmörku á miðvikudagskvöld.  

Heimamenn í Silkeborg leiddu í hálfleik en Hallgrímur Mar Steingrímsson jafnaði metin með glæsimarki í uppbótartíma leiksins.

LIðin mætast að nýju á Akureyri í næstu viku.