• fös. 25. júl. 2025
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Eins marks tap Víkinga í Shkoder

Víkingur R. tapaði með eins marks mun gegn albanska liðinu KF Vllaznia þegar liðin mættust í Shkoder í Albaníu á fimmtudagskvöld.  Um var að ræða fyrri viðureign liðanna í Sambandsdeild UEFA og urðu lokatölur leiksins 2-1 fyrir heimamenn.

Víkingar náðu forystunni á 10. mínútu og var þar að verki Karl Friðleifur Gunnarsson.  Ekki voru skoruð fleiri mörk í fyrri hálfleik, en tvö mörk heimamanna með stuttu millibili í seinni hálfleik, á 67. og 75. mínútu, tryggðu albanskan sigur.  Liðin mætast að nýju í Víkinni í næstu viku.