Jafntefli í veganesti fyrir seinni leikinn
Valsmenn gerðu 1-1 jafntefli við litháiska liðið FK Zalgiris þegar liðin mættust í Kaunas á fimmtudagskvöld í Sambandsdeild UEFA. Um var að ræða fyrri viðureign liðanna, sem mætast að nýju að Hlíðarenda í næstu viku.
Markalaust var í hálfleik en heimamenn náðu forystunni eftir tæpan klukkutíma leik. Tryggvi Hrafn Haraldsson jafnaði metin undir lokin og þar við sat.