• mán. 28. júl. 2025
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Seinni leikur Breiðabliks gegn Lech Poznan á miðvikudag

Íslandsmeistarar Breiðabliks leika seinni leik sinn gegn pólska liðinu Lech Poznan í forkeppni Meistaradeildar karla á Kópavogsvelli á miðvikudag.  Fyrri leik liðanna lauk með 7-1 sigri Pólverjanna og því ljóst að á brattann er að sækja hjá Blikum.

Næsti mótherji sigurliðsins í viðureigninni verður annað hvort Lincoln Red Imps frá Gíbraltar eða Rauða Stjarnan frá Serbíu. Tapliðið úr viðureigninni færist í forkeppni Evrópudeildarinnar og mætir þar annað hvort Slovan Bratislava (Slóvakía) eða Zrinjski (Bosnía-Hersegóvína).