Bríet dæmir í Meistaradeild kvenna
Bríet Bragadóttir kemur til með að dæma tvo leiki í riðli í Meistaradeild kvenna.
Bríet er fjórði dómari í viðureign Cardiff City FC og Athlone Town AFC sem fer fram miðvikudaginn 30. júlí. Bríet er svo aðaldómari laugardaginn 2. ágúst í viðureign Agram frá Króatíu en þeir mæta sigurvegara fyrri leiksins.
Báðir leikirnir fara fram á Athlone Stadium í Írlandi.