• þri. 29. júl. 2025
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Sambandsdeildar-leikjaþrenna á fimmtudag

Komandi fimmtudag verða leiknir þrír leikir í Sambandsdeild UEFA hér á landi.  Öll íslensku liðin í keppninni verða í eldlínunni þann dag, öll eiga þau heimaleik og í öllum tilfellum er um að ræða seinni viðureign liðanna sem mætast.

Á Greifavellinum á Akureyri taka Mjólkurbikarmeistarar KA á móti danska liðinu Silkeborg.  Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Valsmenn taka á móti litháiska liðinu FK Zalgiris á N1-vellinum að Hlíðarenda.  Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Albanska liðið KF Vllaznia er í heimsókn á Víkingsvelli og mætir þar Víkingi R.  Fyrri leiknum lauk með 2-1 sigri Vllaznia.