• fim. 31. júl. 2025
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

0-1 tap Breiðabliks gegn Lech Poznan

Íslandsmeistarar Breiðabliks töpuðu 0-1 þegar liðið mætti pólska liðinu Lech Poznan í forkeppni Meistaradeildar karla á Kópavogsvelli miðvikudaginn 30. júlí. Fyrri leik liðanna lauk með 7-1 sigri pólska liðsins og lokatölur í einvíginu því 8-1 fyrir Lech Poznan. 

Þetta þýðir að Blikar færast í forkeppni Evrópudeildarinnar þar sem liðið mætir Zrinjski Mostar frá Bosníu. Fyrri viðureign liðanna fer fram 7. ágúst ytra og eiga Blikar svo heimaleik 14. ágúst.