• fös. 01. ágú. 2025
  • Mótamál
  • Mjólkurbikarinn

FH og Breiðablik leika til úrslita

Það verða FH og Breiðablik sem leika til úrslita í Mjólkurbikar kvenna í ár.  Úrslitaleikurinn fer fram á Laugardalsvelli 16. ágúst næstkomandi.  Bæði lið lögðu mótherja sína með sömu markatölu (3-2) í undanúrslitaleikjunum sem fóru fram í vikunni. 

Á þriðjudag mættust Valur og FH á N1 vellinum að Hlíðarenda.  Jafnt var eftir venjulegan leiktíma 2-2 og allt stefndi í framlengingu þegar FH skoraði sigurmark leiksins á 119. mínútu. 

Það var ekki síður dramatík á Kópavogsvelli á fimmtudag þegar Breiðablik tók á móti ÍBV.  Eyjakonur náðu tveggja marka forystu en Blikar jöfnuðu með tveimur mörkum með stuttu millibili og tryggðu sér svo sigurinn í uppbótartíma.

Það verða því FH og Breiðablik sem mætast í úrslitum 16. ágúst í Laugardalnum.  FH hefur aldrei áður leikið til úrslita en Breiðablik hefur fagnað 13 bikarmeistaratitlum, aðeins einum færri en Valur.