Fótbolti.net bikarinn heldur áfram í dag
Átta liða úrslit í Fótbolti.net bikarnum verða spiluð í dag.
Tveir leikir hefjast klukkan 17:00 og tveir klukkan 18:00. KFA tekur á móti Víking Ólafsvík, Höttur/Huginn fær Gróttu í heimsókn, Kormákur/Hvöt tekur á móti Ými og loks er það Tindastóll sem tekur á móti KFG á Sauðárkróksvelli.
Dregið verður í undanúrslit á fimmtudaginn klukkan 12:00.
8-liða úrslit Fótbolti.net bikarsins
Kl. 17:00 KFA - Víkingur Ó.
Kl. 17:00 Höttur/Huginn - Grótta
Kl. 18:00 Kormákur/Hvöt - Ýmir
Kl. 18:00 Tindastóll - KFG