Dregið í undanúrslit Fótbolti.net bikarsins á morgun
Fimmtudaginn 7. ágúst verður dregið í undanúrslit í Fótbolti.net bikarnum. Drátturinn fer fram í höfuðstöðvum KSÍ og hefst hann klukkan 14:00. Drátturinn verður í beinni textalýsingu á Fótbolti.net sem og á Instagram síðu Fótbolta.net.
Átta liða úrslit fórum fram þriðjudaginn 5. ágúst og voru úrslitin eftirfarandi:
Kormákur/Hvöt 3 - 1 Ýmir
Tindastóll 4 - 1 KFG
KFA 3 - 3 Víkingur Ó (4-5 í vítaspyrnukeppni)
Höttur/Huginn 1 - 2 Grótta
Það verða því Kormákur/Hvöt, Tindastóll, Víkingur Ó. og Grótta sem verða í pottinum á fimmtudag.