Leikið í Evrópukeppnum á morgun
Víkingur R. tekur á móti Bröndby á Víkingsvelli á morgun klukkan 18:45. Leikurinn er fyrri leikur liðanna í þriðju umferð Sambandsdeildar UEFA. Seinni leikurinn fer fram í Danmörku þann 14. ágúst.
Breiðablik mætir Zrinjski í Mostar í Bosníu í þriðju umferð Evrópudeildarinnar á morgun klukkan 18:00. Seinni leikur liðanna fer fram á Kópavogsvelli þann 14. ágúst.