Norðurlandaráðstefnan 2025 á Íslandi
Árleg ráðstefna knattspyrnusambanda Norðurlandanna fer fram á Íslandi að þessu sinni.
Á ráðstefnunni, sem fer fram á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu dagana 15. og 16. ágúst, eru jafnan rædd sameiginleg hagsmuna- og stefnumál sambandanna, alþjóðleg knattspyrnumálefni og önnur mál sem tengjast knattspyrnunni með einum eða öðrum hætti – þróun knattspyrnunnar, grasrótarmál, afreksmál, aðstöðumál og margt fleira.
Ráðstefnuna sitja fulltrúar allra Norðurlandanna – formenn og framkvæmdastjórar, en einnig stjórnarmenn og lykilstarfsmenn sambandanna, alls um 80 manns – sem m.a. kynna þætti úr starfseminni í hverju landi og deila reynslu og þekkingu.
Ráðstefnan er sem fyrr segir árleg, færist á milli landanna ára frá ári, og nú er röðin komin að Íslandi.