Breiðablik og Víkingur R. leika í Evrópukeppnum á fimmtudag
Breiðablik og Víkingur R. leika seinni leikina á fimmtudag í sínum viðureignum í Evrópukeppnum félagsliða.
Breiðablik mætir Zrinjski Mostar á Kópavogsvelli og hefst sá leikur kl. 17:30. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leik liðanna fyrir viku síðan.
Takist Breiðablik að slá út Zrinjski þá mætir það Servetter FC frá Sviss eða FC Utrecht frá Hollandi í viðureign um sæti í deildarkeppni Evrópudeildarinnar og verða því öruggir með amk sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. Ef Breiðablik dettur út gegn Zrijnski þá mætir það FC Milsami Orhei frá Moldóvu eða Virtus A.C. 1964 frá San Marínó í viðureign um sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar.
Víkingur R. mætir Bröndby ytra og hefst sá leikur einnig kl. 17:30 að íslenskum tíma. Víkingur R. vann glæsilegan 3-0 sigur á danska liðinu í fyrri leik liðanna fyrir viku. Takist Víkingum að slá út Bröndby mætir það Racing Club de Strasbourg Alsace frá Frakklandi í viðureign um sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar.