U17 karla - markalaust jafntefli gegn Ungverjalandi
U17 karla gerði markalaust jafntefli við Ungverjaland í fyrsta leik sínum á Telki Cup.
Írland og Tyrkland mættust í hinum leik umferðarinnar og lauk þeim leik með 2-2 jafntefli.
Ísland mætir næst Írlandi á fimmtudag og hefst hann kl. 14:45 að íslenskum tíma.
Bein útsending verður frá þeim leik á Youtube síðu ungverska knattspyrnusambandsins.