Breiðablik og Víkingur R. töpuðu Evrópueinvígunum
Víkingur R. heimsótti Bröndby í seinni leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á fimmtudag. Fyrir leikinn var Víkingur í góðri stöðu þar sem þeir voru með 3-0 forystu eftir góðan sigur á Víkingsvelli.
Leiknum í Danmörku lauk með 4-0 sigri Bröndby og Víkingur því úr leik í Evrópukeppni þetta árið.
Breiðablik tók á móti Zrinjski Mostar á Kópavogsvelli í seinni leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar. Fyrri leiknum lauk með jafntefli en Breiðablik tapaði seinni leiknum 1-2.
Breiðablik færist yfir í forkeppni Sambandsdeildarinnar þar sem þeir mæta Virtus Acquaviva frá San Marínó. Heimaleikur Blika verður þann 21. ágúst og útileikurinn þann 28. ágúst.