Breiðablik bikarmeistarar 2025
Breiðablik eru Mjólkurbikarmeistarar eftir 2-3 sigur gegn FH í framlengdum leik.
FH komst yfir á 9. mínútu með marki frá Thelmu Karen Pálmadóttur. Blikar jöfnuðu metin með marki frá Samantha Smith á 32. mínútu. Staðan var jöfn þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik.
Thelma Karen var aftur á ferðinni á 61. mínútu þegar hún kom FH yfir á nýjan leik. Stuttu síðar jafnaði Birta Georgsdóttir metin fyrir Blika og var staðan 2-2 þegar venjulegum leiktíma lauk.
Breiðablik var með yfirhöndina í framlengingunni og skoraði Samantha Smith sigurmark Blika á 97. mínútu.
Breiðablik tryggði sér þar með sinn 14. bikarmeistaratitil.
Til hamingju Breiðablik!