Valur og Vestri mætast í bikarúrslitum á föstudag
Valur og Vestri mætast í úrslitaleik Mjólkurbikars karla á föstudag. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst hann klukkan 19:00.
Valur hefur 11 sinnum unnið bikarinn en er þetta í fyrsta skiptið sem Vestri kemst alla leið í úrslit.
Miðasala á leikinn er í fullum gangi á miðasöluvef KSÍ.
Hér má sjá nánari upplýsingar um leikinn og liðin.